Skilmálar

Þruman

Það er einfalt og þægilegt að versla hjá okkur. Þú velur vöru, setur í körfu, velur greiðslufyrirkomulag, greiðir og pöntunin er afgreidd. Í kjölfarið færðu kvittun fyrir vörukaupunum í tölvupósti. Sé vara uppseld verður haft samband við þig hið fyrsta og þér boðið að bíða eftir að varan komi á lager, velja aðra vöru, eða fá vöruna endurgreidda. Þruman áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pantanir, t.d. ef vara er vitlaust verðmerkt eða uppseld, og til að breyta verðum og vöruframboði fyrirvaralaust. Viðskiptavinur fær þá endurgreitt eða getur valið sér aðra vöru.

 

UPPLÝSINGAR UM SELJANDA

Seljandi: Actus ehf. (Þruman.is)
Kennitala: 540111-1620
Heimilisfang: Hátún 6B, 105 Reykjavík
Vsk. númer: 107043

ALMENNT

Þruman áskilur sér rétt til að hætta við pantanir, t.d. vegna rangra verðupplýsinga á netinu eða verslun, og einnig að breyta verðum eða hætta að bjóða upp á vörutegundir fyrirvaralaust.
Þruman áskilur sér rétt til að staðfesta pantanir símleiðis ef þurfa þykir. Eftir að greiðsla fyrir vörukaupum berst er send kaupanda staðfesting í tölvupósti og er þar með tekinn í gildi samningur á milli kaupanda og seljanda.

 

AFHENDING VÖRU

Allar vörur eru áætlaðar sendar út innan tveggja daga virka daga eftir pöntun. Sé varan ekki til á lager mun þjónustufulltrúi hafa samband við kaupanda og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma vörunnar. Seljandi áskilur sér rétt til að lengja afhendingartíma pantana ef vara er uppseld en er væntanleg frá framleiðanda, en að hámarki 14 dögum frá þeirri dagsetningu er pöntun var lögð inn. Öllum pöntunum er dreift af Íslandspósti og gilda afhendingar-, ábyrgðar og flutningsskilmálar Íslandspósts um afhendingu vörunnar. Seljanda ber samkvæmt þessu enga ábyrgð á tjóni sem kann að verða á vöru í flutningi. Verði vara fyrir tjóni frá því að að hún er send frá seljanda til kaupanda er tjónið á ábyrgð kaupanda.

Pantanir eru sendar í gegnum Íslandspóst eða valið að sækja í Þrumuna.

SENDINGARKOSTNAÐUR

Vörur eru sendar með Íslandspósti og kaupandi greiðir flutningskostnaðinn.

SKILAFRESTUR OG ENDURGREIÐSLURÉTTUR

Kaupandi hefur 5 daga til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna og að henni sé skilað í góðu lagi í óuppteknum upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Ef innsiglið er rofið er ekki hægt að hætta við kaupin og skila vörunni. Fresturinn byrjar að líða þegar varan er afhend skráðum viðtakanda. Kvittun fyrir vörukaupunum þarf að fylgja með skilum. Endurgreiðsla er framkvæmd að fullu ef ofangreind skilyrði eru uppfyllt og eftir að varan er móttekin. Flutnings- og póstburðargjöld eru ekki endurgreidd, nema um rangt afhenda eða skemmda vöru sé að ræða. Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup nr. 48/2003.

Vinsamlegast hafið samband við seljanda ef það eru einhverjar spurningar.

Vöruskil og skipti skal tilkynna seljanda með tölvupósti (thruman@thruman.is) og seljandi mun veita upplýsingar um hvernig skilum og/eða skiptum skal háttað.

ÁBYRGÐ

Vara með framleiðslugalla eru í 2. ára verksmiðjuábyrgð frá kaupdagsetningu.
Rafhlöður með framleiðslugalla eru í 6 mánaða verksmiðjuábyrgð frá kaupdagsetningu.
Aukahlutir eru í 1. árs ábyrgð.
Engin ábyrgð er borin á bilunum sem rekja má til kaupanda vöru.

VERÐ

Vinsamlegast athugið að verð í netversluninni geta breyst án fyrirvara og að öll verð eru birt með fyrirvara um myndabrengl og/eða innsláttarvillur.

SKATTAR OG GJÖLD

Öll verð í netversluninni eru með virðisaukaskatti þar sem það á við og reikningar eru gefnir út með virðisaukaskatti, þar sem það á við.

GREIÐSLUMÖGULEIKAR

Seljandi notar örugga greiðslugátt frá Saltpay/Teya. Hægt er að greiða með kreditkortum frá Visa og Mastercard, greiðslum frá Netgíró, greiðslum frá Pei, Raðgreiðslum með kreditkorti, Síminn Pay og staðgreiðslu með millifærslu.

 

EIGNARRÉTTARFYRIRVARI

Seldar vörur eru eign seljanda þar til kaupandi hefur greitt kaupverðið að fullu.

TRÚNAÐUR

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Þruman leggur áherslu á að varðveita upplýsingar um viðskiptavini á öruggan hátt. Upplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum. Sjá nánari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga hér <http://www.althingi.is/lagas/nuna/2000077.html>

VÖRUR

Þruman leggur mikla áherslu á að birta myndir af vörum á þessari vefverslun í réttum litum og gæðum. Vinsamlegast athugið að ekki er hægt að ábyrgjast alveg rétt litbrigði eins og þau birtast á þínum tölvuskjá vegna tæknilegra takmarkana sem að vefmyndir búa við.
Vörurnar geta líka verið aðeins öðruvísi en myndir sýna.

LAGAÁKVÆÐI

Um skilmála þessa gilda ákvæði laga um húsgöngu- og fjarsölu nr. 96/1992, laga um lausafjárkaup nr. 50/2000 sem og ákvæði laga um neytendakaup nr. 48/2003, eftir því sem við getur átt . Niðurtalning á öllum frestum sem nefndir eru í lögum nr. 96/1992 hefst þegar móttaka vöru á sér stað.

VARNARÞING

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstóli.

HÖFUNDARRÉTTUR

Allt efni á vefsíðu þessari, www.þruman.is; texti, grafík, lógó og myndir, eru eign Actus ehf. (þruman.is)

NÁNARI UPPLÝSINGAR

Ef þú þarft nánari upplýsingar, sendu okkur þá fyrirspurn á thruman@thruman.is og við svörum þér eins fljótt og auðið er.